Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
15. Jún 2020

Styrktarsjóður Astma- og ofnæmisfélags Ísland úthlutaði styrkjum 2020

Eftirfarandi tvö verkefni hlutu styrk 2020:

* Styrk til útgáfu á barnabók um ofnæmi fyrir börn og

Styrk til Þrek- og þolnámskeiðs fyrir börn með astma


 

Harpa Rut

Barnabók fyrir börn

Harpa Rut Hafliðadóttir, 28 ára viðskiptafræðingur og móðir tveggja stúlkna. Styrkurinn er til útgáfu á barnabók.        

Hugmyndin af bókinni kviknaði þegar ég, Harpa Rut, móðir Hafdísar sem er 6 ára stúlka með hin ýmsu fæðu- og dýraofnæmi, áttaði mig á því að lítið sem ekkert fræðsluefni hefur verið gefið út fyrir börn á íslensku um ofnæmi.          

Þetta er skemmtilega barnabók sem útskýrir ofnæmi á einfaldan og jákvæðan hátt. Tilgangur bókarinnar er að auka fræðslu, styrkja börn með ofnæmi og fræða þau og fólkið í kringum þau, svo börnin geti lifað lífinu á sem öruggastan hátt. 

 Þrek- og þolnámskeið fyrir börn

Steinunn Sjþj-astmanámskeið

Markmið verkefnisins er að sjá hvort þjálfun af þessu tagi bæti lífsgæði þessara barna og sé hvetjandi til íþróttaiðkunar sé unnið í hóp jafningja.

Hugmyndin er að gefa börnunum færi á að finna sín eigin mörk í öruggu rými, finna gleði við hreyfingu og bæta lífsgæði með því að ná valdi á sínum astma. Áhersla verður lögð á að læra á eigin líkama og að læra muninn á mæði og astma kasti ásamt því að bæta þol þátttakenda. Rannsóknir styðja að bætt þol hjálpar til við að draga úr astma köstum og hjálpi börnum með astma að njóta hreyfingar. Rannsóknir syna einnigfram á að börn með astma ráða oft við mun meiri áreynslu en þau virðast þora í og með réttri fræðslu geti þau því mun meira.

Steinunn hefur yfir 8 ára reynslu af kennslu og þjálfun sem er þekking sem bætist ofan á námið í sjúkraþjálfun. BS verkefni hennar fjallaði um kosti hreyfingar fyrir astma veik börn og þá sérstaklega í formi hópþjálfunar.

Steinunn þekkir það líka vel á eigin skinni að vera með astma en hún var sérstaklega slæm sem barn en það dróg heilmikið úr einkennum þegar hún uppgvötaði hreyfingu.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO