Tilkynningar
DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ
Hin breska Alice Sherwood er...
Bakstur fyrir alla
Uppskriftabókin "Bakstur fyrir alla" var M.ed lokaverkefni fyrir og er hugsuð fyrir nemendur með fæðuofnæmi.
Uppsetning bókarinnar er þannig að hver uppskrift kemur tvisvar sinnum og er fyrst án eggja og mjólkur og hentar því einnig vel fyrir þá sem kjósa að vera vegan. Seinni uppskriftin er einnig án glútens og tilvalin fyrir þá sem geta ekki notað egg, mjólk og/eða glúten. Allar uppskriftirnar eru einnig hnetulausar og án soja.
Uppskriftirnar eru gerðar fyrir heimilisfræðikennslu svo þær eru ítarlegar og nokkuð auðveldar og henta vel fyrir börn. Þær eru þó bæði fyrir yngri og eldri nemendur svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Tilvalið að eiga þessa bók á heimilinu ef barn er með ofnæmi en finnst gaman að baka.
Bókin er í A4 stærð og kostar 3.000 kr.
Hægt er að panta bókina með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.", innifalið er heimsending innanlands.
Hægt er að lesa betur um verkefnið á þessari slóð: https://skemman.is/handle/1946/39548
Með kveðju
Nína María Gústavsdóttir
Höfundur
|
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO